spot_img
HomeFréttirSjáðu slagsmálin í Los Angeles

Sjáðu slagsmálin í Los Angeles

Lebron James lék sinn fyrsta leik á heimavelli sem leikmaður LA Lakers er liðið mætti stórliði Houston Rockets. Leikurinn varð eftirminnilegur fyrir margar sakir.

Leikurinn var gríðarlega jafn og stefndi allt í háspennu í blá lokin. James Harden ákvað þá að skemma partýið og átti frábæran endasprett. Að lokum fór svo aðHouston vann góðan sigur 124-115.

James Harden var með 36 stig í leiknum en Lebron James var með 24 stig. Lakers er því enn í leit af fyrsta sigri tímabilsins en Houston hefur unnið einn leik.

Leiksins verður þó heldur minnst fyrir slagsmál sem fóru af stað í fjórða leikhluta. Þá fór allt uppí háaloft er Brandon Ingram braut á James Harden í hraðaupphlaupi.

Reynsluboltarnir Rajon Rondo og Chris Paul sveifluðu hnefum og kom Ingram sjálfur askvaðandi inní þvöguna og lamdi einnig frá sér.

Ljóst er að atvikið mun draga einhvern dilk á eftir sér en gera má ráð fyrir sektum og jafnvel leikbönnum. Myndbandið af þessum slagsmálum má sjá hér að ofan.

Fréttir
- Auglýsing -