ÍR lagði Þór Akureyri í Skógarseli í gærkvöldi í fyrsta leik undanúrslita fyrstu deildar karla, 97-80. ÍR því komnir með 1-0 forystu í einvíginu, en vinna þarf þrjá leiki til að komast í úrslitin.
Ungstirni ÍR Friðrik Leó Curtis átti frábæran fyrsta leik undanúrslita fyrir sína menn, skilaði 22 stigum, 9 fráköstum, 3 stoðsendingum, 2 stolnum boltum og 3 vörðum skotum á rúmum 32 mínútum spiluðum. Þá átti hann einnig troðslu leiksins, en eins og má sjá í myndbandinu hér fyrir neðan treður hann boltanum af áfergju í traffík um miðjan þriðja leikhluta leiksins.
Hann er stór
Hann er óður
Hann er ofboðslega góður
Leó Curtis 🎶🎶🎶#korfubolti pic.twitter.com/UbTSRgywPm— ÍR Körfubolti (@irkarfa) April 25, 2024