Stærsta körfuboltamót tímabilsins Nettómótið var haldið nú um helgina af félögum Keflavíkur og Njarðvíkur, en þar komu saman hundruðir liða og á annað þúsund keppenda alls staðar að af landinu 11 ára og yngri.
Einn af hápunktum mótsins er kvöldvakan sem haldin er á Sunnubrautinni í Keflavík á laugardagskvöldi mótsins, þar sem körfubolti, tónlist og leikir eru í fyrirrúmi. Á kvöldvöku gærkvöldsins var haldin þriggja stiga keppni sem Thelma Dís Ágústsdóttir leikmaður Keflavíkur og íslenska landsliðsins kom sá og sigraði.
Hér fyrir neðan má sjá ótrúlegt myndband af henni setja niður 14 af 15 skotum sínum í keppninni, en í öðru sæti var leikmaður karlaliðs Keflavíkur Igor Maric.
Sigurvegari í þriggja stiga keppninni á Nettó mótinu Telma Ágústsdóttir 14/15. Igor Maric í öðru sæti. Ótrúleg! 🏀🏀🏀 pic.twitter.com/2eCqkJFVo5
— Bjarki Oddsson (@lubjark) March 2, 2024
Myndband / Twitter Bjarki Ármann Oddsson