Undir 16 ára lið Íslands mátti þola tap í dag fyrir heimamönnum á Evrópumótinu í Búlgaríu, 66-64.
Líkt og tölurnar gefa til kynna var leikurinn einkar spennandi undir lokin og má deila um hvort að sigurkarfa Búlgaríu hefði átt að standa, þar sem að klukkan bæði virðist hafa verið búin að renna út áður en leikmaður sleppti boltanum, sem og höktir tíminn óeðlilega mikið í nokkur skipti á lokasekúndunum. Niðurstaðan þó ekki alslæm, þar sem að Ísland er nú með tvo sigra og eitt tap á mótinu og enn í ágætis færi á að komast áfram í átta liða úrslit að riðlakeppni lokinni.
Hér má sjá lokasókn leiksins:
Atkvæðamestur fyrir Ísland í leiknum var Lars Erik Bragason með 24 stig, 6 fráköst og Magnús Svansson var með 6 stig og 12 fráköst.
Næsti leikur liðsins sem er jafnframt lokaleikur þeirra í riðlakeppni mótsins er komandi þriðjudag 16. ágúst kl. 13:00 gegn Tékklandi.
Leikurinn í heild: