Ármann lagði Breiðablik í Laugardalshöllinni í kvöld í fyrsta leik einvígis liðanna í undanúrslitum fyrstu deildar karla, 114-112.
Líkt og sjá má í myndbroti Ármanns hér fyrir neðan mátti ekki miklu muna á lokasekúndum leiksins, en þá var það bakvörður þeirra Adama Darboe sem tók á rás og setti þessa glæsilegu sigurkörfu fyrir þá.
Ármenningar því komnir með yfirhöndina í einvíginu, 1-0, en vinna þarf þrjá leiki til að tryggja sig í úrslitaeinvígið.