Ármann lagði Þrótt Vogum í kvöld eftir í opnunarleik liðanna í 2. deild karla, 85-77.
Leikurinn var nokkuð jafn og spennandi undir lokin, en framlengja þurfti til þess að fá niðurstöðu í hann. Í framlengingunni náðu heimamenn á Ármann þó að vera sterkari aðilinn og sigla, að lokum, nokkuð þægilegum 8 stiga sigur í höfn.
Hér fyrir neðan má sjá hvernig leikmaður Ármanns Kristófer Gíslason tryggði þeim framlengingu í leiknum:
Hér fyrir neðan má svo sjá hverjir voru atkvæðamestir í leiknum.
Ármann: Gunnar Ingi Harðarson 30, Oddur Birnir Pétursson 13, Snjólfur Björnsson 12, Illugi Steingrímsson 10, Kristófer Máni Gíslason 7, Arnór Hermannsson 6, Halldór Fjalar Helgason 3, Guðjón Hlynur Sigurðarson 2, Guðbjartur Máni Gíslason 2.
Þróttur V: Nökkvi Már Nökkvason 18, Birkir Örn Skúlason 15, Arnór Ingi Ingvason 14, Sverrir Týr Sigurðsson 7, Brynjar B. Björnsson 6, Gunnar Einarsson 5, Kjartan Steinþórsson 5, Guðmundur Auðun Guðmundsson 4, Arnór Daði Jónsson 3.