Ellefu leikir fóru fram í NBA deildinni í nótt.
Meistarar Golden State Warriors unnu lið Minnesota Timberwolves heima í Oracle Höllinni í Oakland með 116 stigum gegn 108. Warriors fengu Draymond Green til baka úr meiðslum fyrir leikinn og voru því í fyrsta skipti með alla fjóra stjörnuleikmenn sína í liðinu í einhvern tíma.
Stephen Curry atkvæðamestur fyrir þá í leiknum með 38 stig, 7 fráköst og 6 stoðsendingar á meðan að Karl Anthony Towns dróg vagninn fyrir gestina með 31 stigi, 11 fráköstum og 4 stoðsendingum.
Það helsta úr leiknum:
Þá báru Los Angeles Lakers sigurorð af Miami Heat með 108 stigum gegn 105. Leikurinn sá síðasti sem fyrrum samherjarnir og vinirnir LeBron James og Dwyane Wade leika á móti hvorum öðrum í deildinni, en báðir voru þeir valdir í nýliðavali deildarinnar árið 2003. Wade búinn að gefa það út fyrir nokkru að þetta verði hans síðasta tímabil, því það eina sem gæti orsakað annan leik milli þeirra væri að bæði lið færu í úrslit, en það verður að þykja ólíklegt.
Leikurinn á heimavelli LeBron í Staples Höllinni í Los Angeles og veitti heimalið Lakers þessum kveðjuleik félaganna mikla athygli, með því að meðal annars útbúa og sýna myndband honum til virðingarvotts.
Myndbandið:
Það helsta úr leiknum:
https://www.youtube.com/watch?v=_brytUH_vII
Staðan í deildinni
Washington Wizards 101 – 109 Indiana Pacers
Detroit Pistons 102 – 116 Philadelphia 76ers
New Orleans Pelicans 100 – 113 Boston Celtics
Sacramento Kings 108 – 89 Chicago Bulls
Cleveland Cavaliers 92 – 108 Milwaukee Bucks
Utah Jazz 113 – 122 Oklahoma City Thunder
Orlando Magic 76 – 101 Dallas Mavericks
Memphis Grizzlies 99 – 105 Denver Nuggets
LA Clippers 123 – 119 Phoenix Suns
Minnesota Timberwolves 108 – 116 Golden State Warriors
Miami Heat 105 – 108 Los Angeles Lakers