spot_img
HomeLandsliðinEuroBasket 2025Sjáðu hvar Ísland er á heimslistanum í síðustu uppfærslunni fyrir lokamót EuroBasket...

Sjáðu hvar Ísland er á heimslistanum í síðustu uppfærslunni fyrir lokamót EuroBasket 2025

Ísland tryggði sig á dögunum á lokamót EuroBasket 2025 með glæsilegum sigri gegn Tyrklandi heima í Laugardalshöll.

Ekki nóg með að hafa unnið Tyrkland heima í þessum lokaleik, heldur fór Ísland upp fyrir þá og endaði í 2. sæti riðilsins með þrjá sigra og þrjú töp, en ásamt sigurleiknum heima gegn Tyrklandi vann Ísland Ítalíu úti og Ungverjaland heima.

Hérna eru fréttir af EuroBasket 2025

Lokamótið mun rúlla af stað í lok ágúst í Lettlandi, Finnlandi, Póllandi og á Kýpur.

Í dag gaf FIBA út síðasta heimslista sinn fyrir mótið, en inn í sæti hans telja stig liða úr leikjum sem þau vinna/tapa og með hvernig þau úrslit eru.

Á þessum nýja lista fer Ísland upp um eitt sæti og er nú í 50. sætinu. Fer liðið einnig upp um eitt sæti á Evrópulistanum og er nú í 26. sætinu þar.

Sem áður eru það Bandaríkin sem eru langefstir í stigagjöfinni á heimsvísu, Serbía er í öðru sætinu og þá eru heimsmeistarar Þýskalands í því þriðja.

Hérna er hægt að skoða heimslista FIBA

Fréttir
- Auglýsing -