Undir 20 ára karlalið Íslands lagði Svartfjallaland í fyrradag í umspili um sæti 9 til 16 á Evrópumótinu í Heraklion. Liðið hefur því tryggt sér sæti í umspili um sæti 9 til 12 á mótinu og þar með áframhaldani veru í A deildinni, þar sem aðeins tvö lið falla af sextán.
Með sigri á fimmtudag gegn Svartfjallalandi tryggði liðið sæti sitt í deild þeirra bestu að ári, en með sigri gegn Ítalíu í dag verður lokaleikur þeirra upp á 9. sætið á sunnudag. Fari svo að þeir tapi munu þeir leika um 11. sætið á sunnudag.
Hér fyrir neðan má sjá brot af því besta úr frábærri frammistöðu fimmtudagsins.
Umfjöllun Körfunnar um íslensku landsliðin er kostuð af Lykil