Undir 20 ára karlalið Íslands lagði Slóveníu í dag á fyrsta leikdegi sínum á Evópumótinu á Krít, 70-68.
Bestur í liði Íslands í dag var Almar Orri Atlason, en á tæpum 36 mínútum spiluðum í leiknum skilaði hann 27 stigum, 9 fráköstum, 3 stoðsendingum, 2 stolnum boltum og vörðu skoti. Hér fyrir neðan má sjá myndband sem NextGen Hoops hjá FIBA klippti saman frá frammistöðunni hans í dag.
One to watch in Europe’s U20s:
18-y/o Almar Atlason led Iceland to a 70-68 win over Slovenia in the #FIBAU20Europe opener.
27 PTS | 9 REB | 3 AST pic.twitter.com/okNiLrb8SD
— NextGen Hoops (@NextGenHoops) July 8, 2023
Umfjöllun Körfunnar um íslensku landsliðin er kostuð af Lykil