Ísland lagði Ítalíu í Reggio Emilia á mánudag í fjórða leik sínum í undankeppni EuroBasket 2025, 74-81.
Eftir leikinn er Ísland með tvo sigra og tvö töp í undankeppninni og þarf aðeins einn sigur í viðbót til að tryggja sig á lokamótið sem fram fer haustið 2025 í Póllandi, Finnlandi, Lettlandi og Kýpur.
Sigurinn var ansi stór fyrir Ísland, sem nú eru skrefi nær því að tryggja sig inn á lokamót EuroBasket í þriðja skiptið á síðustu tíu árum.
Hér fyrir neðan má sjá það helsta úr þessum frábæra sigurleik Íslands.