Íslenska landsliðið lagði Lúxemborg nokkuð örugglega í undankeppni heimsmeistaramótsins 2023 í sóttvarnarbólu FIBA í Slóvakíu. Fáir, ef einhverjir léku betur í seinni hálfleik leiksins en miðherjinn Tryggvi Snær Hlinason.
Hér fyrir neðan má sjá brot af því besta frá Tryggva í leiknum sem félagslið hans Casademont Zaragoza deildi á samfélagsmiðlum fyrr í dag, en hann skilaði í heildina 17 stigum, 11 fráköstum, stoðsendingu, stolnum bolta og vörðu skoti.