spot_img
HomeFréttirSixers á siglingu

Sixers á siglingu

Sex leikir fóru fram í NBA deildinni í nótt þar sem Philadelphia 76ers unnu sinn fimmta leik í röð í deildinni þegar liðið tók á móti Indiana Pacers. Lokatölur voru 96-86 Sixers í vil sem eru í efsta sæti Atlantic riðilsins í NBA deildinni og alls í 3. sæti Austurstrandarinnar.
Þetta er besta byrjun Sixers á einu tímabili í 11 ár og það eru allir að leggja sitt af mörkum enda gerðu sex leikmenn liðsins 11 stig eða meira í leiknum í nótt. Þeirra atkvæðamestur var Andre Iguodala með 20 stig, 9 fráköst og 5 stoðsendingar. Hjá Indiana var Roy Hibbert með 19 stig og 8 fráköst.
 
Önnur úrslit næturinnar:
 
Toronto 97-87 Minnesota
New Jersey 101-106 Atlanta
New York 91-87 Charlotte
Chicago 92-68 Detroit
Denver 81-94 New Orleans
 
Mynd/ Andre Iguodala og félagar í 76ers byrja leiktíðina af krafti þetta tímabilið.
 
Fréttir
- Auglýsing -