spot_img
HomeNeðri deildir1. deild karlaSindri bætir við sig tveimur erlendum leikmönnum

Sindri bætir við sig tveimur erlendum leikmönnum

Ungmennafélagið Sindri heldur áfram að styrkja sig fyrir 1. deildinni en á dögunum sömdu þeir við tvo erlenda leikmenn, þá Rudolphe Joly og Ignas Dauksys.

Joly er 26 ára og fæddur á eyjunni Haiti en er einnig með kanadískan ríkisborgararétt. Hann er engin smásmíði eða 208 cm á hæð og 127 kg á þyngd. Hann hóf atvinnumannaferilinn í kanadísku NBL deildinni árið 2016 en hann hefur einnig leikið í Georgíu og Víetnam, þar sem liðið hans varð víetnamskur meistari ásamt því að hann leiddi deildina í skorun og var valinn besti erlendi leikmaðurinn.

Dauksys, sem er 198 cm hár og getur leyst bæði bakvarðar og framherjastöðurnar, kemur frá Litháen og er 25 ára gamall. Hann hefur lengstum leikið í NKL deildinni en hún er næst efsta deildin í Litháen.

Sindri, sem endaði í 8. sæti deildarinnar í fyrra, bætti einnig við sig Andrée Michelsson í vikunni.

Fréttir
- Auglýsing -