Sindri fengu Snæfell í heimsókn í gærkvöldi, en fyrir leik leituðu bæði liðin enn að sínum fyrsta sigri í deildinni.
Það dróg til tíðinda kvöldið fyrir leikinn að Deandre Mason var sendur heim úr herbúðum Snæfells sem töldu hann ekki vera skila sínu fyrir liðið, sem einbeitir sér að því þetta tímabil að þróa og móta ungviðinn sinn. Einnig mætti Dominykas Zupkauskas ekki til Hafnar þar sem hann lá í veikindum og einnig var Darrel Flake fjarri góðu gamni en hann glímir við meiðsli.
Sindri aftur á móti höfðu bætt við sig, þar sem Hollendingurinn Chaed Wellian er gengin í raðir Sindra.
Chaed hefur þá tengingu við liðið að hann spilaði fyrir Svendborg undir stjórn Arnars Guðjónssonar árið 2015, en Arnar, eins og kunnugt er þjálfaði Sindra 2005 – 2007.
Meðal aldur Snæfells var því rétt um bílprófsaldurinn, en það verður að segjast að Snæfellingar eiga bjarta framtíð í körfuboltanum með þessa drengi innanborðs.
Höllin
Rúmlega 130 manns voru mættir í Ice Lagoon höllina og þóttu undirrituðum svolítið einkennilegt að jafn mikið/lítið virtist klappað fyrir báðum liðum í leikmanna kynningu fyrir leik, mjög einkennilegt.
Það tók Snæfell rúmar 6 mínútur að setja fyrstu körfu en Sindramenn náðu 11-0 áður en gestirnir náðu lokinu af körfunni.
Gangur leiks
Það var áberandi lítið um villur, þá sérstaklega á þeim mælikvarða sem heimamenn hafa verið á hingað til á tímabilinu, en aðeins 2 villur á lið í fyrsta leikhluta.
Chaed virðist viðbótin sem Sindriamenn þurftu en varnalega leit liðið mun betur út en frá fyrri leikjum, þar má nefna að Gísli Hallsson átti stórleik með 23 stig og 12 fráköst og Árni Birgir sem hirti 10 fráköst í leiknum.
Sindramenn unnu á forskot sit jafnt og þétt yfir leikinn en það verður að gefa Snæfelli það að þeir héldu höfði og hættu aldrei að spila sinn leik.
Leikurinn minnti á skotæfingu um tíma, en þar á meðal má nefna það að Hallmar Hallsson setti 4 þrista í röð í 2. Leikhluta.
Leikar enda 92:41 og sannfærandi fyrsti sigur Sindra í hús.
Undirritaður samningur
Það stefnir í að það verði fastur liður á heimaleikjum Sindra að undirritaður sér styrktar samningur í hálfleik, en eigandi Kaffihornsins ritaði undir styrktar samning við lófaklapp áhorfenda í hálfleik.
Samtal þjálfara
Eftir leik átti fréttaritari samtal við Vladimir Ivankovic þjálfara Snæfells og Mike Smith þjafara Sindra þar sem Vlad telur upp ástæður þess að hann sé ánægður með leikinn.
Hann þótti liðið spila mun betri bolta nú þegar Deandre var frá, strákarnir hefðu haldið haus og spilað bolta fram í endann þrátt fyrir mikinn mun á stigum. Í svona leikjum skipti taflan þá ekki máli, menn ættu að einbeita sér að spila sinn leik og læra.
Mike rakti einnig jákvæða punkta fyrir sína menn sem notuðu leikinn til að dreyfa mínútum og einnig var hann ánægður með viðbótina í liðið.
Mike og Vlad eru báðir að taka uppbyggingartímabil og skiptust á punktum, en þeir eru báðir að horfa til lengri tíma það verður gaman að fylgjast með þessum liðum komandi ár.
Streymi til endurspilunar
Tölfræði leiks
Myndasafn
Umfjöllun / Ottó Marwin
Myndir / Benóný