Valur hefur samið við Simone Costa fyrir komandi átök í Subway deild kvenna.
Simone er 26 ára portúgalskur bakvörður/vængur sem kemur til liðsins frá Uniao Sportiva í heimalandinu, en þar skilaði hún 11 stigum, 4 fráköstum og 2 stoðsendingum að meðaltali í leik á síðasta tímabili. Ásamt því að hafa leikið í heimalandinu hefur Simone einnig leikið í bandaríska háskólaboltanum, sem og með Nottingham Wildcats í Englandi.
Tilkynning:
KKD Vals hefur samið við Simone Costa um að spila með liðinu á næsta tímabili. Simone er 26 ára vængur/bakvörður sem spilaði með Uniao Sportiva í portúgölsku deildinni á síðasta tímabili. Þar var hún með 11,3 stig, 4,3 fráköst og 2 stoðsendingar að meðaltali í leik. Simone var í Georgíu háskólanum í Bandaríkjunum og lék síðan í tvö tímabil á Englandi með Nottingham Wildcats áður en hún fór heim til Portúgal og spilaði þar eitt tímabil. Við bjóðum hana hjartanlega velkomna í Val!