Íslensku U18 strákarnir byrjurðu leikinn gegn Danmörkur af krafti. Hittu mjög vel úr skotum sínum og þvinguðu 11 tapaða bolta hjá Danmörku í fyrri hálfleik.
Í upphafi seinni hálfleiks slökuðu okkar menn á tauminum. Danmörk fór að hitta vel með August Haas í broddi fylkingar sem virtist ekki geta klikkað á skoti.
Ekkert vildi hins vegar ofan í hjá íslenska liðinu. 7 tapaðir boltar í 3. hluta hjálpuðu heldur ekki til.
Tvær tæknivillur á íslenska liðið um miðjan 3. hluta hjálpuðu svo Dönum að komast yfir.
Ísland fór í svæðisvörn í byrjun 4. hluta með góðum árangri. Ísland fór að hitta og rándýr þristur frá Ragnari Helga komu svo Íslandi aftur yfir. 65-68 þegar 7 mínútur voru eftir af leiknum.
Kári Jónsson fékk sín fjórðu villu þegar 5:30 voru eftir af leiknum en Einar Árni hélt besta leikmanni mótsins inn á vellinum til leiksloka, með góðum árangri.
Ísland sigraði 78-89 og vann því til silfurverðlauna.
Kári leiddi íslenska liðið með 19 stig, 7 fráköst, 7 stoðsendingar og 4 stolna bolta. Halldór Garðar bætti svo við 16 stigum.