ÍR lagði Þór Akureyri í kvöld í Dominos deild karla, 105-90. ÍR er eftir leikinn með þrjá sigra og eitt tap eftir fyrstu fjórar umferðirnar á meðan að Þór Akureyri leita enn að fyrsta sigrinum.
Karfan spjallaði við Sigvalda Eggertsson, leikmann ÍR, eftir leik í Hellinum, en hann hefur farið einkar vel af stað á tímabilinu. Skilað 19 stigum, 7 fráköstum og 2 stoðsendingum að meðaltali í fyrstu fjórum leikjunum.