spot_img
HomeFréttirSigurþór Ingi með 52 stig fyrir Keflavík um helgina

Sigurþór Ingi með 52 stig fyrir Keflavík um helgina

Keflvíkingar tryggðu sér um helgina sæti í A-riðli 10. flokk karla eftir fjölliðamót sem fram fór í Reykjanesbæ. Sigurþór Ingi Sigurþórsson fór hamförum í lokaleik fjölliðamótsins sem var úrslitaleikur við Fjölni um sæti í A-riðli á næsta móti. Kappinn setti 52 stig í leiknum!
 
Sigurþór gerði 36 stig úr tveggja stiga skotum, 9 stig úr þriggja stiga skotum og 7 stig komu af vítalínunni. Keflvíkingar eru með flotta umfjöllun á heimasíðu sinni um mótið sem lesa má hér.
 
Sigurþór Ingi (Yngri) á ekki langt að sækja körfuknattleiks hæfileika sína því karl faðir hans var annáluð þriggjastiga hjá Reyni Sandgerði hér um árið og illviðráðanlegur einnig á öðrum stöðum vallarins. Sigurþór eldri má sjá á myndinni að leiðbeina syni sínum. 
 
 
  
Fréttir
- Auglýsing -