Boston Celtics fóru vissulega þrengslin á leið sinni í úrslit NBA þetta árið en í gærkvöldi rúlluðu þeir í hlað á þeirri leið þegar þeir sigruðu Miami Heat í oddaleik suður með sjó á ströndinni í Miami. 100:96 varð niðurstaða kvöldsins eftir æsispennandi loka sekúndur leiksins þegar Jimmy Butler ætlaði að stela sigrinum með þrist en ekki vildi hann niður hjá kappanum. Jason Tatum sem hefur verið hægt og bítandi að brennimerkja varanlegt spor sitt í sögu NBA sem einn af þeim bestu, skellti niður 26 stigum og bætti við 10 fráköstum í þá línu. Að leik loknum var viðeigandi að fyrsti Larry Bird bikarinn fyrir besta leikmann úrslitakeppni austurdeildarinnar endaði í lúkunum á Tatum. Verðskuldað svo ekki sé meira sagt!
Jaylen Brown og Marcus Smart bættu svo við 24 stigum hvor í frábæran oddaleiks sigur Boston og þeirra annar oddaleiks sigur á útivelli þetta árið (sá fyrri gegn núverandi meisturum Bucks) Fyrr nefndur Jimmy Butler skoraði 35 stig fyrir Miami og var þeirra besti maður þetta kvöldið.
Við tekur fróðleg úrslitasería um NBA titilinn, tvö af bestu sóknarliðum deildarinnar takast á en munurinn gæti legið í því að Boston hafa verið þó nokkuð ofar í töflunni er varðar varnarleikinn, og hvað segja þeir? Jú að sókn vinni leiki en að vörn vinni titla.