Leikur Álftanes og ÍA fer fram annað kvöld í Forsetahöllinni kl. 19:15 en ekki á föstudaginn eins og gert var ráð fyrir. Mikið verður um dýrðir í Forsetahöllinni en KKÍ hefur staðfest að þeir koma með bikarinn í hús og því fer hann á loft eftir leikinn við ÍA.
Heimildir Körfunnar herma að Álftnesingar séu að strauja hvíta dúkinn fyrir borðið sem bikarinn hvílir á meðan leikurinn fer fram. Að bikarafhendingu lokinni verður sigurhátið á veitingarstaðnum Sjálandi í Garðabæ. Þar munu leikmenn fagna með stuðningsmönnum og velunnurum frameftir. Má gera ráð fyrir að glatt verði á hjalla enda í fyrsta sinn sem Álftanes fer upp í efstu deild.
