spot_img
HomeFréttirSigurgöngunni lokið

Sigurgöngunni lokið

23:24 

{mosimage}

 

(Hreggviður gerði 15 stig hjá ÍR í kvöld)

 

Það kom í hlut ÍR að stöðva sigurgöngu Hamars/Selfoss í Iceland Express deild karla. Liðin áttust við í Seljaskóla í kvöld þar sem ÍR hafði góðan 99-76 sigur. Atkvæðamestur ÍR í leiknum var Ómar Sævarsson með 19 stig og fimm fráköst.

 

Gestirnir úr H/S höfðu yfir að loknum fyrsta leikhluta 15-19 en þá kom svakalegur annar leikhluti hjá ÍR og breyttu þeir stöðunni í 49-34 og þannig stóðu leikar í hálfleik.

 

Meðbyrinn úr 2. leikhluta skilaði ÍR 23 stiga sigri og eru þeir nú komnir upp fyrir H/S í deildinni með 10 stig og eru þeir í 7. sæti en H/S í því áttunda.

 

Hjá H/S var George Byrd með 24 stig og níu fráköst.

Fréttir
- Auglýsing -