spot_img
HomeFréttirSigurgöngu Zaragoza lauk í Madríd

Sigurgöngu Zaragoza lauk í Madríd

Jón Arnór Stefánsson og CAI Zaragoza lágu gegn Real Madrid ACB deildinni á Spáni um helgina. Lokatölur 94-79 fyrir Real Madrid. Jón Arór var í byrjunarliðinu og skoraði 8 stig á rúmum 18 mínútum í leiknum. Jón var einnig með 3 fráköst og 3 stoðsendingar í leiknum. Jaycee Carroll var stigahæstur í liði Real Madrid með 18 stig en Henk Norel með 20 hjá Zaragoza.
 
Real Madrid er á toppi deildarinnar á Spáni og hafa unnið alla tíu deildarleiki sína til þessa en Valencia og Bilbao eru í 2.-3. sæti með 8 sigra og 2 tapleiki. Fjögur lið eru jöfn í 6.-9. sæti en það eru Zaragoza, Asefa, Barcelona og Unicaja.
 
Manresa fékk svo skell um helgina á útivelli þegar liðið mætti Bilbao Basket þar sem lokatölur voru 83-63. Haukur Helgi Pálsson var í byrjunarliði Manresa en lék aðeins í rúmar 8 mínútur og gerði 2 stig og tók 2 fráköst. Manresa hefur tapað níu leikjum þetta tímabilið og unnið einn og er á botni deildarinnar með Cajasol og Lagun Aro.
 
Svipmyndir úr leik Real Madríd og Zaragoza
 
 
 Svipmyndir úr leik Manresa og Bilbao
Fréttir
- Auglýsing -