Þóra Kristín Jónsdóttir, Ástrós Lena Ægisdóttir og AKS Falcon lögðu Sisu í gærkvöldi í dönsku úrvalsdeildinni, 51-44.
AKS hafa farið vel af stað þetta tímabilið, unnið alla sex leiki sína og sitja í efsta sæti deildarinnar.
Á 26 mínútum spiluðum skilaði Þóra Kristín 3 stigum, 6 fráköstum, 2 stoðsendingum og 2 stolnum boltum.
Ástrós Lena lék sléttar 10 mínútur og var með 2 stig og frákast.
Næsti leikur AKS er þann 11. desember gegn BMS Herlev.