spot_img
HomeBónus deildinBónus deild karlaSigurganga Þórs Akureyri heldur áfram

Sigurganga Þórs Akureyri heldur áfram

Það fór eins og menn áttu von á að leikur Þórsliðanna myndi verða
sannkallaður ,,Naglbítur”. Liðin höfðu mæst í tvígang í Þorlákshöfn í
vetur og þar sem liðin unnu sinn hvorn leikinn þar sem úrslitin réðust á
loka sekúndum leiks.

Þórsarar (Ak) hafa verið að bæta leik sinn með hverju verkefninu og
þegar liðin mættust kvöld hafði liðið unnið fjóra af fimm síðustu
leikjunum og með sigri kæmist liðið úr fallasæti í fyrsta sinn í vetur.

Það voru þó gestirnir úr Þorlákshöfn sem byrjuðu betur og segja má að
Emil Karel hafi hafði leikinn með látum en hann setti á fyrstu tveimur
og hálfri mínútum leiksins niður þrjá þrista. Fljótlega svörðu þeir
Hansel og Júlíus Orri með þristum. Gestirnir leiddu allan fyrsta
leikhlutann þó aldrei með meiri mun en 4 stigum. Staðan var 23-26 þegar
annar leikhlutinn hófst.

Þórsarar byrjuðu annan fjórðunginn vel og náðu forystu í leiknum þegar
um rúmar fjórar mínútur voru liðar af fjórðungum í stöðunni 32-31. Eftir
þetta létu heimamenn forystuna aldrei af hendi og þegar um hálf mínúta
var eftir af fyrri hálfleik var munurinn á liðunum orðin tólf stig
49-37. En Jerome setti niður sniðskot og fiskaði villu á Motley og fékk
víti sem hann setti niður.

Staðan í hálfleik 49-40.

Bráðfjörugur leikur þar sem Þórsarar voru heldur klaufalegir og fengu
full margar villur í fyrri hálfleik þannig að þeir höfðu yfir bæði í
stigum og villum talið.

Þórsarar byrjuðu síðari hálfleikinn afar vel, þeir þéttu vörnina og
fóru að hitta vel og viðsnúningur varð í villusöfnun liðanna. Þórsarar
bættu jafnt og þétt í forystuna og þegar um mínúta lifði af þriðja
leikhluta höfðu heimamenn átján stiga forskot 69-51. Á loka mínútu
þriðja leikhluta skoruðu gestirnir fimm síðustu stigin og Þór leiddi með
13 stigum þegar lokaspretturinn hófst 69-56.

Gestirnir bitu í skjaldarrendur og hófu kröftugt áhlaup og lögðu allt í
sölurnar og freistuðu þess að snúa leiknum sér í vil. Með mikilli
baráttu náðu gestirnir að saxa á forskotið og þegar klukkan sýndi 4:36
var munurinn komin niður í fjögur stig 75-71 og nú var farið að fara um
marga stuðningsmenn heimamanna.

Þórsarar létu áhlaup gestanna ekki slá sig út af laginu og þótt þeim
tækist í tvígang að koma muninum niður í fjögur stig á lokasprettinum
lönduðu Þórsarar sætum sjö stiga sigri 83-76.

Sigur Þórs var klárlega liðsheildarinnar og með sigrinum lyfti liðið
sér upp úr fallsætinu í fyrsta sinn í vetur. Liðið er í 10. Sætinu með 8
stig líkt og Valsmenn og eiga leik til góða gegn KR.

Terrance Motley var stigahæstur heimamanna í kvöld með 20 stig og 7
fráköst, Pablo var með 16 stig og 12 fráköst, Mantas 11 stig og 7
fráköst, Jamal 10 stig og 7 fráköst, Júlíus Orri 9 stig, Hansel 8 stig
og Baldur Örn 4 stig og 6 fráköst.

Hjá gestunum var Halldór Garðar stigahæstur með 18 stig og 7
stoðsendingar, Jerome 16 stig og 7 fráköst, Ragnar Örn 14 stig, Marko
Bakovic með 10 stig og 15 fráköst, Emil Karel 9 stig, Dino Butorac 5
stig og Sebastian Eneo 4 stig.

Tölfræði leiks

Myndasafn væntanlegt

Umfjöllun, myndir / Palli Jóh

https://www.youtube.com/watch?v=4y2TI6YceLQ&feature=emb_title
Fréttir
- Auglýsing -