spot_img
HomeFréttirSigurganga Snjólfs og Yellow Jackets heldur áfram

Sigurganga Snjólfs og Yellow Jackets heldur áfram

Snjólfur Marel Stefánsson og Black Hills State Yellow Jackets unnu í gærkvöldi sinn sjötta leik í röð í bandaríska háskólaboltanum er liðið lagði Colorado State University Pueblo í spennuleik, 77-75. Nú aðeins tveir leikir eftir af deildarkeppni Yellow Jackets þetta tímabilið, en þeir hafa unnið níu leiki og tapað fimm það sem af er.

Snjólfur var í byrjunarliði Yellow Jackets og lék 21 mínútu í leiknum. Á þeim skilaði hann 3 stigum, 6 fráköstum, 3 stoðsendingum og vörðu skoti. Næsti leikur liðsins er þann 26. febrúar gegn Colorado Christian University.

Tölfræði leiks

Fréttir
- Auglýsing -