Ragnheiður Björk Einarsdóttir og Eckerd Tritons máttu þola tap í dag fyrir Florida Southern í bandaríska háskólaboltanum með minnsta mun mögulegum, 55-56.
Leikurinn var sá fyrsti sem Tritons tapa á tímabilinu, en áður höfðu þær unnið níu leiki í röð.
Á 25 mínútum spiluðum í leiknum skilaði Ragnheiður 6 stigum, 2 fráköstum og 3 stoðsendingum.
Næsti leikur Ragnheiðar og Tritons er þann 12. janúar gegn Embry-Riddle.