spot_img
HomeFréttirSigurganga Hönnu og Georgian Court Lions heldur áfram - Hafa unnið sjö...

Sigurganga Hönnu og Georgian Court Lions heldur áfram – Hafa unnið sjö í röð

Hanna Þráinsdóttir og Georgian Court Lions unnu sinn sjöunda leik í röð í kvöld í bandaríska háskólaboltanum er liðið lagði Bloomfield College, 59-66. Eftir langan aðdraganda að byrjun tímabilsins hafa Lions unnið alla sjö leiki sína.

Á 32 mínútum spiluðum í leik kvöldsins hafði Hanna frekar hægt um sig í stigaskorun með aðeins tvö, en við það bætti hún fimm fráköstum, stoðsendingu, stolnum bolta og fimm vörðum skotum. Næst leika Lions gegn Dominican College komandi þriðjudag 16. febrúar.

Tölfræði leiks

Fréttir
- Auglýsing -