Hanna Þráinsdóttir og Georgian Court Lions unnu sinn sjöunda leik í röð í kvöld í bandaríska háskólaboltanum er liðið lagði Bloomfield College, 59-66. Eftir langan aðdraganda að byrjun tímabilsins hafa Lions unnið alla sjö leiki sína.
Á 32 mínútum spiluðum í leik kvöldsins hafði Hanna frekar hægt um sig í stigaskorun með aðeins tvö, en við það bætti hún fimm fráköstum, stoðsendingu, stolnum bolta og fimm vörðum skotum. Næst leika Lions gegn Dominican College komandi þriðjudag 16. febrúar.