spot_img
HomeBónus deildinBónus deild karlaSigurganga Álftnesinga heldur áfram - Lögðu Stólana í Kaldalónshöllinni

Sigurganga Álftnesinga heldur áfram – Lögðu Stólana í Kaldalónshöllinni

Álftanes tók á móti Tindastól í Kaldalóni í Bónus deild karla í körfuknattleik í kvöld. Justin James var ekki með heimamönnum og Dimitrios Agravanis var ekki sjáanlegur með Tindastól

Álftnesingar byrjuðu leikinn af miklum krafti og komust í 12-0 og 24-6 áður en Stólar náðu aðeins að svara og staðan var 27-13 að loknum fyrsta leikhluta. Heimamenn héldu áfram góðri forystu inn í annan leikhluta áður en Stólar vöknuðu og fóru að spila smá vörn. Gestirnir minnkuðu muninn hægt og bítandi og náðu að komast yfir en staðan í hálfleik 47-47

Liðin skiptust á höggum í þriðja leikhluta án þess að ná neinni afgerandi forystu. Stólar höfðu brotið mikið af sér við að ná muninum niður og það fór að segja til sín seinnipart leiksins þegar bæði Giannis og Sadio voru komnir í villuvandræði. Sadio villaði út þegar um 5 mínútur voru eftir og þá má segja að botninn hafi dottið úr leik Stóla. Þeir settu einungis 4 stig það sem eftir lifði leiks og Álftanes landaði að lokum öruggum 13 stiga sigri 102-89

Hjá heimamönnum má segja að allt liðið hafi leikið vel, Okeke endaði stigahæstur með 31 stig og Dimitrios skilaði 24 stigum og 10 fráköstum. Haukur Helgi var líka öflugur með 19 stig, 6 fráköst og 7 stoðsendingar. Hjá gestunum var Drungilas stigahæstur með 19 stig en aðrir virkuðu ryðgaðir.

Tölfræði leiks

Umfjöllun / Hjalti Árna

Fréttir
- Auglýsing -