Miðherjinn Sigurður Gunnar Þorsteinsson hefur yfirgefið herbúðir Íslandsmeistara Tindastóls. Tilkynnir Sigurður Gunnar fylgjendum sínum á samfélagsmiðlum þetta fyrr í dag.
Sigurði tókst að vinna ótrúlegt afrek þegar hann vann titilinn nú í vor, en hann hefur þá unnið þann stóra með þremur liðum, Keflavík 2008, Grindavík 2012 og 2013 og þá Tindastóli 2023. Sigurður hefur leikið með Tindastóli síðastliðin tvö tímabil, en ásamt þeim, Grindavík og Keflavík hefur hann einnig áður leikið með meistaraflokki uppeldisfélags síns KFÍ, ÍR, Hetti og fjölmörgum félögum erlendis.
FærsluSigurðar má lesa hér fyrir neðan:
“Kæru Skagfirðingar ég vil tilkynna ykkur að ég hef ákveðið að slíta samstarfi mínu við Tindastól. Ég vil þakka ykkur fyrir seinustu 2 vetur, þið og Tindastóll tókst að gera þá einstaka.”