Horsens og Værlöse áttust við í gær (sunnudaginn 27. nóvember). Fyrir leikinn voru Horsens í 9. sæti deildarinnar og Værlöse í 7. sæti. Horsens leiddu nánast allan leikinn og sigruðu með 7 stiga mun 80-73 og komust í 7. sæti deildarinnar, jafnir Værlöse með 8 stig.
Horsens komu sterkir inn í fyrsta leikhlutanum og komast í 9-3 á fyrstu 7 mínútum leiksins. En Værlöse ná síðan að minnka muninn í 9-6 eftir 3 stiga skot frá Peter Simonsen. Horsens síga síðan hægt og rólega fram úr en þeir ná 12 stiga forskoti eftir 3 stiga skoti frá Sigurði Einarssyni og staðan 18-6 þegar að rúm mínúta er eftir af leikhlutanum, en þá er Axeli Kárasyni skipt inná. Axel var kominn í villuvandræði strax í fyrsta leikhluta en eftir 2 mínútur af leiknum var hann kominn með 2 villur og sat útaf mest allan fjórðunginn. Það er spurning hvort að honum hafi verið skipt inná til að þagga niður í samlanda sínum en Sigurður komst einnig í villuvandræði í lok fjórðungsins og var kominn með 3 villur. Værlöse ná síðan að minnka muninn í 6 stig í lok leikhlutans eftir 6 stig í röð frá Mads Vægter Rasmussen.
Í öðrum leikhluta skiptast liðin á að skora og Værlöse komast yfir í fyrsta skipti í leiknum í stöðunni 22-24 eftir körfu frá Rasmus Larsen. Liðin skiptast síðan á að skora en Horsens leiðir megnið af leikhlutanum og ná síðan að skora 10 stig í röð og klára leikhlutann með 10 stiga forskot, 41-31.
Mike St. John byrjaði 3 leikhluta með troðslu og Horsens komnir 12 stigum yfir 43-31. Axel Kárason svarar strax á eftir með sniðskoti eftir stoðsendingu frá Adam Wire. Mike St. John var augljóslega heitur en eftir góða stoðsendingu frá Davor Sattler treður hann aftur. Davor Sattler átti ekki í erfiðleikum með að finna samherja sína í leiknum en hann var með 8 stoðsendingar. Værlöse héldu síðan áfram að elta vel stemmt Horsenslið það sem að eftir var af 3ja leikluta. En Adam Wire nær að minnka muninn í 5 stig 55-50 þegar rúm mínúta er eftir af leikhlutanum.
Í upphafi fjórða leikhluta er munurinn á liðunum ennþá 5 stig 57-52. En Christian Lindberg skorar 6 stig í röð fyrir Horsens og staðan 63-52. Værlöse taka síðan leikhlé og Jonas Sörensen þjálfri Værlöse auglóslega ekki sáttur með leik liðsins. Axel Kárason skoraði 4 stig eftir leikhléið og munurinn kominn niður í 6 stig. Sigurður Einarsson þaggaði síðan niður í Sauðkræklingnum og setti niður þrist og Horsens komnir yfir aftur með 10 stig 68-58 og halda muninum í rúmum 10 stigum. Axel Kárason átti síðustu 5 stig Værlöse í leiknum og munurinn 5 stig í blálokin en Mike St. John innsiglaði sigur Horsens með sniðskoti og svo fór sem fór Horsens sigra 80-73.
Stigahæstumenn Horsens: Will Harris 22 stig og 10 fráköst, Mike St. John 20 stig og 10 fráköst. Sigurður Einarsson spilaði 20 mínútur í leiknum og var með 10 stig.
Stigahæstumenn Værlöse: Axel Kárason 24 stig (4 af 4 í 2stiga og 3 af 4 í þristum), Mads Vægter Rasmussen og Aaron Osgood með 14 stig.
Staðan í dönsku deildinni
K | V/T | P | % | PPK/MPPK | HJEMME V/T | HJEMME PPK/MPPK | UDE V/T | UDE PPK/MPPK | I TRÆK | SIDSTE 4 | ||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
1. | Svendborg Rabbits | 13 | 13/0 | 26 | 100.0 | 83.5/70.3 | 6/0 | 82.2/69.8 | 7/0 | 84.6/70.7 | 0 | – |
2. | Bakken Bears | 12 | 11/1 | 22 | 91.7 | 76.8/61.4 | 4/1 | 71.6/57.4 | 7/0 | 80.6/64.3 | 0 | – |
3. | Team FOG Næstved | 13 | 8/5 | 16 | 61.5 | 81.2/74.6 | 4/1 | 88.4/79.8 | 4/4 | 76.8/71.4 | 0 | – |
4. | Aabyhøj IF | 13 | 6/7 | 12 | 46.2 | 74.7/82.2 | 3/5 | 71.3/82.5 | 3/2 | 80.2/81.6 | 0 | – |
5. | SISU | 13 | 6/7 | 12 | 46.2 | 77.5/79.4 | 2/4 | 73.8/77.7 | 4/3 | 80.6/80.9 | 0 | – |
6. |
|