spot_img
HomeFréttirSigurður Þorvaldsson: Ætlum að toppa á réttum tíma

Sigurður Þorvaldsson: Ætlum að toppa á réttum tíma

12:52

{mosimage}

Sigurður Þorvaldsson, landsliðsmaður, var besti maður Snæfells í sigri liðsins á Haukum í gærkvöldi. Karfan.is spjallaði við hann eftir leikinn og sagði hann að liðið væri á réttri leið undir stjórn Geof Kotila.

Snæfell marði sigur á Haukum og þrátt fyrir sigurinn, var liðið ekki að spila vel. ,,Við erum búnir að vera styrðir í okkar leikjum hingað til en þrátt fyrir það erum við að vinna.” sagði Sigurður.

Aðspurður um tímabilið framundan sagði hann ,,Stefnan er að bæta okkur leik frá leik, mánuð frá mánuði og vera að toppa á réttum tíma.”

Varðandi nýja þjálfarann sinn sagði Sigurður, ,,Mér líst mjög vel á Geof sem þjálfara. Hann er að kenna okkur nýja hluti, hann er að benda okkur á eitthvað sem við höfðum ekki hugsað um fyrr. Það mun taka smá tíma að melta það sem hann er að kenna okkur.”

Með sigrinum á Haukum komst Snæfell í 3-4. sætið ásamt KR með 4 stig eftir 3 leiki.

mynd: [email protected]

Fréttir
- Auglýsing -