spot_img
HomeFréttirSigurður Þór Einarsson: Frábært að skora sigurkörfuna

Sigurður Þór Einarsson: Frábært að skora sigurkörfuna

13:04

{mosimage}
(Sigurður í leik á Greifa- og KBbankamótinu)

Á fimmtudagskvöldið þegar Haukar tóku á móti Tindastól var Sigurður Þór Einarsson hetja Haukamanna. Hann skoraði þriggja-stiga körfu þegar 12 sekúndur voru eftir af leiknum og kom Haukum yfir, 89-88. Reyndist það sigurkarfan, en Haukar höfðu verið 4 stigum undir þegar 55 sekúndur voru eftir af leiknum.

Í samtali við Karfan.is sagði Sigurður að þetta hefði verið frábært og þakkaði félaga sínum Sævari fyrir góða aðstoð. “Það var alveg frábært að skora sigurkörfuna. Þetta var fullkominn samvinna á milli mín og Sævars, hann keyrir inní miðjuna í átt að körfu og finnur mig fyrir utan galopinn í þriggja-stiga skoti. Ég fann mig vel og skotið var gott.”

Haukar unnu Tindastól, 89-88, og má sjá umfjöllun hér.

mynd: [email protected]

Fréttir
- Auglýsing -