spot_img
HomeFréttirSigurður: Skref upp á við frá síðasta leik

Sigurður: Skref upp á við frá síðasta leik

 
,,Síðasta skotið hefði getað jafnað leikinn og farið í framlengingu svo þetta var bara fjör,“ sagði Sigurður Ingimundarson þjálfari Njarðvíkinga eftir 76-79 sigur sinna manna á ÍR í Iceland Express deild karla í kvöld.
Aðspurður um frammistöðu Antonio Houston og miður gott gengi leikmannsins undanfarið sagði Sigurður: ,,Hann var nokkuð sprækur í dag en ég var ekki allskostar sáttur þegar leið á endann en þetta var skref upp á við frá síðasta leik svo hægt og rólega förum við að vinna okkur í að verða sæmilegt lið,“ sagði Sigurður og viðurkenndi að það væri sterkt að mæta á útivöll og halda heimaliðinu undir 80 stigum.
 
,,Það var bara nokkuð vel gert og kaflar í vörninni okkar sem voru ágætir en aðrir sem voru ekkert sérstakir og þurfum að vinna í og gera betri.“
 
ÍR-Njarðvík leikirnir hafa orðið að skemmtilegum rimmum síðustu misseri, á ÍR meira inni en byrjun þeirra á tímabilinu gefur raun um? ,,Þetta eru hörkuleikir og ÍR-liðið er gott lið í dag og þó þá vanti tvo sterka leikmenn þá eru þeir samt mjög góðir og ég held að þeir þurfi engu að kvíða.“
 
Njarðvíkingar taka á móti meisturum Snæfells í næstu umferð, hvernig leggst það í þjálfarann?
,,Við erum í rólegheitunum á okkar leið að verða betri og það eitt er víst að við munum batna þegar líður á veturinn. Næsti leikur er Snæfell og þeir hafa byrjað vel og hafa einnig bætt vel við liðið sitt síðan á síðasta tímabili svo sá leikur er verðugt og skemmtilegt verkefni.
 
Fréttir
- Auglýsing -