Sigurður Pétursson hefur framlengt samningi sínum við Breiðablik út komandi tímabil í Subway deild karla.
Sigurður er að upplagi úr Haukum en kom til Blika 16 ára gamall árið 2019, en á síðasta tímabili skilaði hann 9 stigum, 5 fráköstum og 2 stoðsendingum í leik ásamt því að vera með betri varnarmönnum Subway deildarinnar.