Tveir leikir fóru fram í dönsku úrvalsdeildinni í kvöld og mættust þar Íslendingaliðin Horsens IC og Bakken Bears á heimavelli þess fyrrnefnda. Guðni Heiðar Valentínusson var ekki í leikmannahópi Bakken í kvöld en hann er að glíma við meiðsli og er frá næstu vikur.
Bakken hafði það náðugt í kvöld og vann öruggan 64-83 sigur á heimavelli Horsens. Sigurður Þór Einarsson lék í rúmar fjórar mínútur í leiknum en fyrirliðinn náði ekki að skora en tók eitt frákast. Eftir leik kvöldsins er Bakken enn á toppnum með fullt hús stiga en Horsens IC í 6. sæti með 10 stig.
Þá vann Aabyhoj sigur á SISU á útivelli 89-97.
Ljósmynd/ Sigurður Þór og Horsens steinlágu heima í kvöld.