Solna Vikings lögðu Södertalje Kings 69-74 á útivelli í sænsku úrvalsdeildinni í gærkvöldi. Sigurður Gunnar Þorsteinsson gerði 10 stig fyrir Solna á tæpum 34 mínútum og þá var hann einnig með tvö fráköst og eina stoðsendingu. James Washington og Miguel Montana voru stigahæstir hjá Solna báðir með 19 stig.
Sigurinn hjá Solna var sá fyrsti hjá liðinu á leiktíðinni en liðið er nú með tvö stig í 8.-10. sæti deildarinnar. Í fyrstu fimm leikjunum sínum fyrir Solna hefur Sigurður verið með 8,8 stig, 5,8 fráköst og 1,5 stoðsendingu að meðaltali í leik.
Mynd/ Magnus Neck