12:44
{mosimage}
Þórir Birgisson, formaður körfuknattleiksdeildar Keflavíkur, segir það líklegt að Sigurður Ingimundarson verði áfram þjálfari karlaliðs félagsins. „Viðræður eru hafnar og ganga vel. Ég býst við því að hann verði áfram þótt það sé erfitt að fullyrða um það nú."
Hann segir einnig að Arnar Freyr Jónsson, Magnús Þór Gunnarsson og Jón Nordal Hafsteinsson verði líklega áfram. Óvissa sé með Sverri Þór Sverrisson. „Það er óljóst hvað ég geri," sagði Sverrir. „Ég veit að ég mun spila körfubolta og ætla ekki að flytja langt frá Suðurnesjunum. Þetta kemur betur í ljós," sagði Sverrir sem er nú staddur í æfingaferð í Danmörku með knattspyrnuliði Njarðvíkur sem hann æfir nú með.