spot_img
HomeFréttirSigurður kveður Hólminn

Sigurður kveður Hólminn

 

Sigurður Þorvaldsson landsliðsmaður hefur spilað sinn síðasta leik fyrir Snæfell en þetta staðfesti hann í samtali við Karfan.is nú rétt í þessu. "Já einhverntíman þurfa góðir tíma að taka enda." sagði Sigurður í samtali.  Sigurður hefur spilað með Snæfell síðust 12 ár eða síðan 2004. Með liðinu varð hann bæði íslands og bikarmeistari.  Sigurður átti við meiðsla á stríða á liðnu tímabili en skoraði 14 stig á leik og tók um 6 fráköst.  "Mér líður þannig að það er komin tími á breytingar og við fjölskyldan höfum ákveðið að flytjast á stór Reykjavíkursvæðið eða svo.  Tími minn í Hólminum náttúrulega búin að vera skemmtilegur og ég á eflaust eftir að sakna alls þess góða fólks sem hefur stutt við bakið á mér." sagði Sigurður enn fremur. 

 

Óneitanlega enn einn stór bitinn að kvarnast úr liði Snæfell en fyrr hafði Stefán Karel Torfason ákveðið að ganga til liðs við ÍR. "Ég er í viðræðum við nokkur lið það er engin leynd yfir því. En það er svo langt síðan ég hef gert þetta að ég þarf að grandskoða þetta allt vel. Mig langar náttúrulega að vera þar sem hægt er að ná árangri en annars á þetta eftir að skýrast fljótt. Ég ætla mér að ljúka þessu fyrr en síðar." sagði Sigurður að lokum. 

 

Mynd/JBÓ: Sigurður hampar þeim stóra með Snæfell árið 2010 í Keflavíkinni.

 

 

Fréttir
- Auglýsing -