Sigurður Ingimundarson var að vonum gríðarlega ósáttur með ósigurinn í kvöld gegn Stjörnumönnum og leyndi vonbrigðum sínum ekki. “Við vorum í basli í restina að skora og þetta bara gekk ekki hjá okkur þarna í restina. Við vorum með þennan leik í okkar höndum öllum leikhlutunum alveg þangað til 2 mínútur voru eftir má segja. En það er þannig í körfubolta að stundum dettur þetta bara fyrir annað liðið og það var ekkert sérstakt sem breytist. Mér fannst við spila þennan leik bara ágætlega og á eðlilegum degi þá hefðum við unnið. En þeir unnu og ég óska þeim bara til hamingju með þetta. Þetta var gott lið sem vann okkur.