12:40
{mosimage}
Landsliðsþjálfari Íslands, Sigurður Ingimundarson, gat ekki verið annað en ánægður með spilamennsku síns liðs í gær enda voru leikmenn þess að spila frábæran körfubolta á köflum. Sigurður sagði að það gleddi sig að sjá karakterinn í liðinu.
,,Það sem er að skila þessu er karakterinn í liðinu. Við lendum undir en vinnum það upp. Samvinnan í vörn og sókn var frábær og menn eru óeigingjarnir að leita uppi félagana sem eru að gera vel. Það er að skila þessu og það er helvíti skemmtilegt.” Ísland réð vel við stóra leikmenn Austurríkis og tók liðið aðeins 8 sóknarfráköst í leiknum. Sigurður sagði að leikmenn liðsins hafi verið með rétt hugarfar. ,,Strákarnir fylgdu góðu leikskipulagi sem þeir voru með. Þetta stóra lið[Austurríki] tekur bara eitt sóknarfrákast í fyrri hálfleik á meðan mitt lið tekur 12 eða 13. Það lýsir best baráttu í mínum mönnum og hve hugarfar þeirra var gott.” Íslenska liðið var að hitta úr þriggja stiga skotum allan leikinn og Sigurður var ekki viss hvort hann hafi séð annað eins hjá íslenska landsliðinu á heimavelli. ,,Ég hef ekki séð skotnýtinguna okkar en ég held að hún hafi verið óhugnanleg á köflum, þeir bara hittu allir. Ekki bara einn eða tveir sem voru heitir, það voru allir sem röðuðu fyrir utan. Ég hefði ekki viljað vera hinu megin,” sagði Sigurður að lokum nokkuð ánægður með leik kvöldsins.
mynd: [email protected]