spot_img
HomeFréttirSigurður: Höfum ekki áhuga á því að bæta við okkur leikmanni

Sigurður: Höfum ekki áhuga á því að bæta við okkur leikmanni

17:39
{mosimage}

(Sigurður Ingimundarson)

Snæfell og Grindavík hafa nú fengið erlendan liðsauka fyrir lokasprettinn í Iceland Express deild karla. Lucious Wagner verður með Snæfellingum í kvöld gegn Þór Akureyri og Nick Bradford hefur þegar leikið tvo leiki með Grindvíkingum, þá eiga Njarðvíkingar von á liðsauka á næstu dögum. Um það leyti sem það fór að kvisast út að Bradford væri á leið til landsins greindu Víkurfréttir frá því að Damon Johnson hefði næstum því gengið í raðir Keflavíkur.

Karfan.is spurði Sigurð Ingimundarson þjálfara Íslandsmeistara Keflavíkur um málið og varð hann til svara með eftirfarandi hætti: ,,Við höfum ekki áhuga á því að bæta við okkur leikmanni. Við erum ánægðir með þann hóp sem við höfum,“ svaraði Sigurður en hið athyglisverðasta er að Keflvíkingar virðast vera búnir að slá titilvörn sína út af borðinu ef marka má ummæli stjórnarmanns KKD Keflavíkur í viðtali á Víkurfréttum.

Ónefndur stjórnarmaður lét eftirfarandi falla í Víkurfréttum þann 15. jan. síðastliðinn:
Samkvæmt heimildum Víkurfrétta töldu stjórnendur Keflavíkur að það væri hreinlega ekki nóg að fá tvo leikmenn til að eiga rauhæfa möguleika á Íslandsmeistaratitlinum í ár og því hafi verið ákveðið að slá þessa hugmynd út af borðinu. „Stelpurnar munu sjá um titilvörnina í ár. Þær eru í stuði og munu vinna titla í ár,“ sagði einn nefndarmanna Keflavíkur.

Hvort liðsmenn og þjálfari Keflavíkur taki undir þessi orð stjórnarmanns skal ósagt látið en það verður að teljast nokkuð óeðlilegt að kasta inn hvíta handklæðinu þegar mótið er rétt rúmlega hálfnað. Svo ekki sé nefnt þegar lið á titil að verja.

[email protected]

Fréttir
- Auglýsing -