spot_img
HomeFréttirSigurður Hjörleifsson: Þolinmæði og skynsemi skilar sigri

Sigurður Hjörleifsson: Þolinmæði og skynsemi skilar sigri

{mosimage}

Karfan.is leitaði til Sigurðar Hjörleifssonar, umboðsmanns og körfuboltaspekúlants, fyrir landsleik Íslendinga og Finna í Evrópukeppninni sem fram fer í Laugardalshöll í kvöld kl. 20:30. Sigurður telur að það verði þolinmæði og skynsemi sem muni skila íslenska liðinu sigri í kvöld.

 

Hvernig metur þú möguleika íslenska liðsins í kvöld?

Stóra vandamálið verður eflaust að stoppa Mottola. Hver getur dekkað hann?

Ekki senterarnir því hann er góð skytta. Við höfum ekki efni á að láta draga þá út upp á fráköstin að gera. Spurning hvort liðið spili einhverja svæðisvörn.

 

Hver er styrkur liðsins gegn Finnum?

Ég tel Ísland hafa heldur vinninginn í bakverðinum. Á að vera mikill styrkur að

geta stillt upp þremur bakvörðum frá 194 cm upp í 198 cm. Ef íslensku bakverðirnir spila sinn besta leik eigum við möguleika. Liðið þarf að sýna þolinmæði og mikla skynsemi til að vinna leikinn.

Síðan er spurningin hvorir þjálfararnir eru klókari. Ingimundarson eða

Dettman sem er með gífurlega alþjóðlega reynslu.

 

Er raunhæft fyrir landsliðið að stefna á sæti meðal A-þjóða?

Það þarf allt að ganga upp til að Ísland eigi raunhæfa möguleika á að vera A þjóð. Við vonum það besta.

ÍSLAND-FINNLAND

Í KVÖLD KL. 20:30 Í LAUGARDALSHÖLL

Fréttir
- Auglýsing -