spot_img
HomeNeðri deildir2. deild karlaSigurður Gunnar til Vestra

Sigurður Gunnar til Vestra

Vestri hefur samið við Sigurð Gunnar Þorsteinsson fyrir komandi átök í 2. deild karla.

Sigurður Gunnar er að upplagi frá Ísafirði en kemur til liðsins frá Íslandsmeisturum Tindastóls. Ásamt því að hafa leikið fyrir KFÍ og Tindastól hefur Sigurður átt glæsilegan feril þar sem hann varð Íslandsmeistari með Keflavík og í tvígang með Grindavík. Þá lék hann einnig sem atvinnumaður í Grikklandi og Svíþjóð ásamt því að vera leikmaður íslenska landsliðsins.

Fréttir
- Auglýsing -