Miðherjinn knái Sigurður Gunnar Þorsteinsson hefur samið við ÍR um að leika með liðinu á komandi tímabili. Sigurður er upphaflega úr KFÍ, en hann hefur leikið með Keflavík og nú síðast Grindavík í efstu deild á Íslandi. Þá hefur hann einnig leikið sem atvinnumaður í Evrópu.
Sigurður lék 25 leiki með Grindavík á síðasta tímabili. Í þeim skilaði hann 13 stigum, 9 fráköstum og 3 stoðsendingum að meðaltali í leik. Að meðaltali skilaði hann rúmum 20 framlagsstigum og var því tíundi framlagshæsti leikmaður deildarinnar.
Karfan spjallaði við Sigurð eftir að hann hafði skrifað undir samninginn.