ÍR lagði Hött í kvöld í 13. umferð Dominos deildar karla, 89-69. ÍR eru eftir leikinn í 5.-6. sæti deildarinnar með 14 stig eins og Grindavík á meðan að Höttur er í 10.-11. sætinu með 8 stig líkt og Þór Akureyri.
Karfan spjallaði við Sigurð Gunnar Þorsteinsson, leikmann Hattar, eftir leik í Hellinum.