spot_img
HomeBónus deildinBónus deild karlaSigurður ekki áfram í Grindavík

Sigurður ekki áfram í Grindavík

Sigurður Gunnar Þorsteinsson mun ekki leika áfram með liði Grindavíkur í Dominos deild karla á næstu leiktíð. Frá þessu er greint á síðu mbl.is í dag. 

 

Ísafjarðartröllið hefur leikið 54 landsleiki og verið einn sterkasti Íslenski miðvörður deildarinnar í gegnum tíðina. Hann fékk nokkra gagnrýni á síðustu leiktíð en hann kom til Grindavíkur fyrir þá leiktíð frá Grikklandi. Þar áður hafði Sigurður lyft Íslands-og bikarmeistaratitli með Grindavík 2012-2014. 

 

Í vetur var Sigurður með 12,8 stig, 8,8 fráköst og 3,1 stoðsendingu að meðaltali í þeim 25 leikum sem hann spilaði fyrir Grindavík. Liðið féll úr leik í átta liða úrslitum gegn Tindastól. 

 

 

Ljóst er að Sigurður er eftirsóttur biti á markaðnum enda sterkur leikmaður. Það verður spennandi að sjá hvar hann endar en það verður a.m.k. ekki í Grindavík. 

 

Miklar breytingar eru á liði Grindavíkur frá síðustu leiktíð. Dagur Kár, Ingvi Þór, Ómar Örn og Þorsteinn Finnboga hafa allir yfirgefið liðið ásamt Sigurði Þorsteinssyni. Á móti hefur liðið fengið þá Hlyn Hreinsson og Nökkva Harðarson til liðsins auk þess sem Sigtryggur Arnar Björnsson skrifaði undir samning við liðið í gær. 

 
Fréttir
- Auglýsing -