Í kvöld mætti Tindastóll í heimsókn til ÍR-inga í Breiðholtið, leikurinn byrjaði frekar hægt og rólega en bættist ávallt við hraðann allt að loka mínútu leiksins. Tindastólskonur voru greinilega mættar til þess að berjast fyrir sigri en virtust ÍR-ingar vera lengi að vakna og fóru mun hægar af stað en þær eru vanar að gera.
Karfan ræddi við Sigurbjörgu Rós Sigurðardóttur, leikmann ÍR, eftir leik í Hellinum.