spot_img
HomeFréttirSigur í fyrri æfingaleiknum í Noregi

Sigur í fyrri æfingaleiknum í Noregi

 

Íslenska landsliðið sigraði það norska í fyrri æfingaleik sínum gegn liðinu í Bergen fyrr í dag, 69-71. Leikirnir eru liður í undirbúningi liðsins fyrir undankeppni EuroBasket 2021 sem hefst þann 16. næstkomandi gegn Portúgal ytra.

 

Heimamenn í Noregi byrjuðu leik dagsins betur í dag. Voru 4 stigum yfir eftir fyrsta leikhluta 24-20. Þegar í hálfleik var komið höfðu þeir svo bætt við forystu sína, 45-25. Í seinni hálfleiknum vöknuðu íslensku strákarnir þó til lífsins. Hægt en örugglega vinna þeir niður forskot heimamanna og sigra að lokum með tveimur stigum, 69-71.

 

Ólafur Ólafsson var atkvæðamestur í íslenska liðinu í dag, skoraði 19 stig og tók 3 fráköst á rúmri 21 mínútu spilaðri.

 

Annar leikur liðanna er kl. 16:00 á morgun og mun hann verða í beinni útsendingu hér.

 

 

Tölfræði leiks

 

Upptaka af leiknum:

 

Fréttir
- Auglýsing -