spot_img
HomeFréttirSigur hjá undir 16 stúlkum gegn Svíþjóð í Kisakallio

Sigur hjá undir 16 stúlkum gegn Svíþjóð í Kisakallio

Íslenska liðið mætti liði svía í seinasta leik dagsins á norðurlandamótinu í Kisakallio í dag.

Íslensku stelpurnar byrja leikinn frábærlega, 8-0 strax í upphafi og svíar taka leikhlé. Stelpurnar gáfu ekkert eftir og spiluðu frábæra vörn staðan eftir 5 mínutur 17-2. Það var á þeim tímapunkti sem sænsku stelpurnar ákvaðu að byrja að spila vörn og gera íslenska liðinu aðeins erfiðara fyrir með stigasöfnun ásamt því að setja niður nokkrar körfur sjáfar, íslenska liðið hélt þeim samt alltaf í hæfilegri fjarlægð og lokatölur leikhlutans 25-11 fyrir Íslandi

Í leikhluta tvö heldur íslenska liðið áfram að spila frábæran bolta og stelpurnar eru miklu betri en þær sænsku á öllum vígvöllum og leiða 47-28 í hálfleik.

Þriðji leikhluti hófst með glænýju sænsku liði eða svo mætti halda þær settu fyrstu 8 stigin rétt einsog íslensku stelpurnar gerðu í fyrsta leikhluta, það mætti halda að það væri þæginlegra að sækja í þessa átt. En þær íslensku ætluðu ekki að hleypa sænsku stelpunum inn í leikinn og settu næstu 5 stig. En leikhlutinn endaði 18-9 fyrir þeim sænsku, algjör við snúningur en staðan orðin 56-46 fyrir íslandi og bara lokaleikhlutinn eftir

Í fjórða leikhluta vöknuðu stelpurnar og núna kom leikhluti sem var nokkuð jafn en þessi sigur var aldrei í hættu og lokatölur 69-58 fyrir íslenska liðinu

Atkvæðamest var Kolbrún María Ármannsdóttir með 16 stig, 4 fráköst og tvær stoðsendingar

Tölfræði leiksins

Myndasafn

Viðtöl

Kolbrún María Ármannsdóttir
Ísold Sævarsdóttir 

Næsti leikur er strax á morgun klukkan 13:45 gegn heimamönnum frá Finnlandi

Fréttir
- Auglýsing -